Landsliðsfyrirliðinn Hermann Hreiðarsson hefur enn ekki jafnað sig af meiðslum í læri og hann mun því ekki leika með Portsmouth á sunnudaginn þegar liðið tekur á móti Manchester City á Fratton Park.
Hermanns hefur verið sárt saknað í liði Portsmouth en hann hefur verið fjarri góðu gamni í öllum þremur leikjum þess í úrvalsdeildinni en Portsmouth er án stiga, hefur skorað 1 mark en fengið á sig 6.