„Ég var náttúrulega ekki með mynd um ljón eða fíla þannig að ég var ekki alveg viss um að ég væri á réttum vettvangi. En svo var henni svona gríðarlega vel tekið,“ segir kvikmyndagerðarmaðurinn Páll Steingrímsson sem vann til verðlauna á Japan Wild Life Film Festival fyrir kvikmynd sína Undur vatnsins.