Það hefur ekki farið fram hjá nokkrum Eyjamanni og gestum sem hafa sótt Eyjarnar heim að mið­bærinn hefur tekið stórstígum framförum. Það eru ekki bara að rísa ný hús heldur hefur gatnakerfið tekið stakkaskiptum þar sem mikil vinna hefur verið lögð í hellulögn og lagningu kantsteina. Allt er þetta vel af hendi leyst og allt handbragð til fyrirmyndar. Þar er að verki Agn­ar Torfi Guðnason og hans menn hjá Hellugerð Agnars Vestmannaeyjum. Vestmannaeyjabær og Hitaveita Suð­­ur­­nesja, nú HS-veitur, eru hans helstu viðskiptavinir en hlutur einstaklinga hefur farið vaxandi.