Var að koma úr golfmóti Íslandsbanka hér í Eyjum. Frábært mót og þó ég sé örugglega orðinn þvöglumæltur eftir tvö” rauðvínsglös þá heyrist það ekki á mér. Það sést kannski…Ég varð í dag skuldsettari en ég hef nokkru sinni verið. Til hamingju með það. Öll erum við orðin svo skuldug að tæknilega séð er örugglega nálægt 65% þjóðarinnar orðið gjaldþrota.