Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV vandaði dómara leiksins, Magnúsi Þórissyni ekki kveðjurnar í leikslok enda var hann afar ósáttur við vítaspyrnudóminn. „ Maðurinn er með hendurnar niður með síðum, með þær eins nálægt líkamanum og hann getur og Valsarinn stendur metra frá honum. Ég veit ekki hvað maðurinn á að gera við hendurnar. Þetta er klárlega rangur dómur og það sjá allir,“ sagði Heimir eftir leikinn.