Það verður seint sagt að úrslitin í leik ÍBV og Vals gefi rétta mynd af gangi leiksins en lokatölur urðu 1:1. Eyjamenn voru mun sterkari, ekki síst eftir að fyrirliða Valsmanna var vikið af velli þegar um tuttugu mínútur voru eftir. Ajay Leitch-Smith skoraði nánast á sömu mínútu og kom ÍBV yfir en Valsmenn fengu svo víti á silfurfati frá slökum dómara leiksins. Þeir nýttu spyrnuna og héldu út.