Eyjastúlkur léku gegn FH í undanúrslitum 1. deildar í dag en leikurinn fór fram í Kaplakrika. Liðin mætast í tveimur viðureignum, heima og heiman og sigurvegarinn vinnur sér sæti í úrvalsdeild að ári. Þetta var fyrri leikur liðanna og lokatölur urðu 0:0 jafntefli. Síðari leikur liðanna verður á Hásteinsvelli á miðvikudaginn og hefst klukkan 17.30.