Það er óhætt að segja að dagurinn í dag, laugardagurinn 29. ágúst, sé stór í knattspyrnusumri Eyjamanna. Öll þrjú meistaraflokkslið Eyjanna leika afar mikilvæga leiki. Karlalið ÍBV tekur á móti Val á Hásteinsvelli klukkan 16.00, kvennalið ÍBV leikur gegn FH á útivelli í undanúrslitum 1. deildar kl. 14.00 og KFS sækir Hvíta riddarann heim í Mosfellsbæ klukkan á sama tíma.