Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja samþykkti á fundi sínum að ráðast í endurbyggingu upptökumannvirkja í Vestmannaeyjahöfn en tæp þrjú ár eru liðin síðan skipalyftan hrundi. Samkvæmt kostnaðaráætlun er heildarkostnaður við verkið áætlaður um 250 milljónir miðað við gengi Bandaríkjadollars í dag. Samþykkt var að ráðast í endurbyggingu upptökumannvirkja og taka upp viðræður við bæjaryfirvöld um fjármögnun verksins og kostnaðarskiptingu.