„Það er auðvitað bara alveg skelfilegt ef það er raunin að þessir þrír lykilleikmenn séu á förum frá okkur núna,“ sagði Heimir Hallgrímsson, þjálfari meistaraflokks karla í knattspyrnu í Vestmannaeyjum í samtali við Morgunblaðið í gær. Allt útlit er fyrir að Eyjamenn missi þá Ajay Leitch-Smith, Christopher Clements og Tonny Mawejje.