Í dag, klukkan 17.30 tekur KFS á móti Hvíta riddaranum í síðari leik liðanna í 8-liða úrslitum 3. deildar. Leikurinn fer fram á Hásteinsvelli en fyrri leik liðanna lauk með glæsilegum útisigri KFS 1:3. Eyjamönnum dugir því jafntefli eða sigur til að komast áfram og mega jafnvel tapa leiknum með einu marki. Það er hins vegar væntanlega ekki á dagskrá á Hásteinsvellinum í dag.