KFS féll óvænt úr leik í 8-liða úrslitum í kvöld þegar liðið tók á móti Hvíta riddaranum á Hásteinsvellinum. Eyjamenn höfðu unnið fyrri leikinn 3:1 og fæstir áttu von á öðru en að sigursælasta lið Íslandsmótsins í ár myndi tapa sínum fyrsta leik í mótinu í kvöld. Hvíti riddarinn komst fjórum mörkum yfir en lokamínúturnar urðu dramatískar í meira lagi. Lokatölur urðu hins vegar 2:5 fyrir Hvíta riddaranum sem vann viðureignina því samanlagt 5:6.