Höfuðborgarsvæðið hefur nú 35 þingsæti en ætti að hafa 42 sé miðað við jafnt vægi atkvæða í einstökum kjördæmum. Líklega myndi það ekki hafa nein afgerandi áhrif fyrir landsbyggðina þótt þingmönnum þaðan fækkaði um 7. Aðalatriðið er að höfuðborgarsvæðið hefur þegar rúman meirihluta þingsæta og í krafti þess hafa í síðustu ríkisstjórnum að mestu setið þingmenn þéttbýlisins. Nú eru 9 af tólf ráðherrum þaðan. Þetta þýðir að höfuðborgarsvæðið hefur öll tök á löggjafarvaldinu og framkvæmdavaldinu