ÍBV missti rétt í þessu af sæti í úrvalsdeild en liðið tók á móti FH í undanúrslitum 1. deildar. Fyrri leik liðanna lauk með markalausu jafntefli og staðan var ansi góð fyrir ÍBV í upphafi síðari hálfleiks því Eyjastúlkur voru yfir 2:0. En FH-ingar skoruðu tvö mörk og kom jöfnunarmarkið á 93. mínútu. FH fer því upp í úrvalsdeild á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Gríðarlega svekkjandi fyrir Eyjastúlkur.