Útlit með afkomu lundastofnsins í Vestmannaeyjum er jafnvel verra nú en í fyrra og virðist afkomubrestur blasa við enn eitt árið í röð. Lítið sem ekkert hefur verið um að lundapysjur, eða ungar lundanna, fljúgi niður í bæinn og verði þar bjargarlausar þar til börn og unglingar bjarga þeim, eins og verið hefur iðja krakkanna um þetta leyti.