Á laugardaginn (5 sept) halda Sálverjar til Vestmannaeyja. Verður þar um kvöldið slegið upp rokktjöldum og mögnurum í Höllinni, hinu myndarlega skemmtihúsi Eyjamanna. En laugardagurinn verður einnig merkur fyrir þá staðreynd, að þann dag mun Eyja-pæjan Laufey Jörgensdóttir, ein af dyggustu áhangendum Sálarinnar í gegnum tíðina, ganga í það heilaga með unnusta sínum, Jónasi Þór Friðrikssyni.