Karlalið ÍBV er enn í fallhættu, liðið leikur mikilvægan leik gegn Grindavík í kvöld suður með sjó. Leiknum var frestað fyrr í sumar vegna svínaflensu Grindvíkinga. Staðan í fallbaráttunni er að ÍBV og Grindavík eru jöfn með 21 stig, Fjölnir er í fallsæti með 14 stig og Þróttur er neðst með 12. Vinni Fjölnir síðustu þrjá leikina komast þeir í 23 stig. Þeir geta einnig haldið sér uppi með einu jafntefli og tveimur sigrum, svo fremi sem Grindavík eða ÍBV tapi öllum sínum leikjum. Jafntefli gegn Grindavík breytir því litlu en sigur tryggir sæti í úrvalsdeild að ári.