Karlalið ÍBV gerði í dag jafntefli við Grindavík á Grindavíkurvelli. Eyjamenn byrjuðu leikinn af miklum krafti og hefðu átt að skora fleiri en eitt mark fyrsta hálftímann. Það gerðist hins vegar ekki, aðeins Augustine Nsumba tókst að koma boltanum í netið. Grindvíkingar jöfnuðu svo metin á 42. mínútu og þar við sat, lokatölur 1:1 jafntefli. Fyrir vikið geta bæði lið enn fallið en þá verða Fjölnismenn að vinna þrjá síðustu leiki sína.