Í fyrradag hélt framkvæmda- og hafn­arráð fund með fulltrúum útvegsbænda í Eyjum vegna endurbyggingar upptökumannvirkja hafn­arinnar sem legið hafa ónotuð í tæp þrjú ár eftir þau eyðilögðust í slysi haustið 2006. Framkvæmda- og hafnarráð samþykkti á fundi sínum 26. ágúst sl. að ráðast í verkið og er reiknað með að kostnaður við verkið verði um 250 milljónir króna. Áður en lengra verður haldið var ákveðið að funda með útvegsmönn­um og þjónustufyrirtækjum við sjáv­arútveg og verður sá fundur í dag, fimmtudag.