Útvarpsstöðin Kaninn, sem Einar Bárðarson stendur að, fór í loftið um síðustu mánaðamót. Aðsetur stöðvarinnar er á Keflavíkurflugvelli, eins og forveri hennar. Hægt er að ná útsendingum stöðvarinnar á internetinu, kaninn.is. Ætlunin er að í næstu viku verði hún komin í loftið í Eyjum á tíðninni 104,7. Tveir Eyjamenn eiga aðkomu að stöðinni, Sighvatur Jónsson lagði gjörva hönd á tæknimál stöðvarinnar og Bjarni Ólafur Guðmundsson verður dagskrárgerðarmaður, með aðsetur í Eyjum. Þættir hans verða á laugardagskvöldum kl. 20-23.