Styrktargangan, Göngum saman, verður í Vestmannaeyjum, á sunnudaginn og verður boðið upp á þrjár vegalengdir. Þátt­töku­gjald rennur óskipt til grunnrannsókna á brjósta­krabba­meini. Það eru Ólöf Jóhannsdóttir, Katrín Laufey Rúnarsdóttir og Sigurlína Guðjónsdóttir sem standa fyrir styrktargöngunni í Vestmannaeyjum og verður lagt upp frá Tvistinum klukkan 14.00 á sunnudaginn.