Það gekk vel að fá vinnsluskammtinn í þessum túr eins og oft áður. Við tókum á þriðja sólahring í að toga troll þeirra á Guðmundi VE 29, eða þrjú höl með tilheyrandi pásum á milli. Svo höfðum við það bara gott saman á djúpu vatni, horfðum á landsleiki karla og kvenna til skiptis. Já góður var leikur OKKAR manna á móti Noregi. Í gærmorgun var svo komið að okkur að fá afla, Guðmundur orðin fullur og flottur með góðan túr. En þá var sem hendi hafi verið veifað og síldin horfin.