Stjórn Sparisjóðs Vestmannaeyja hefur staðfest árshlutareikning sjóðsins fyrir tímabilið 1. janúar – 30. júní 2009. Helstu niðurstöður rekstrarreiknings eru:

Hreinar vaxtatekjur eru 205,5 mkr., hreinar þjónustutekjur eru 46,7 mkr. og aðrar tekjur eru 40,1 mkr. Hreinar rekstrartekjur eru samtals 292,3 mkr. Almennur rekstrarkostnaður með afskriftum er 197,2 mkr. Virðisrýrnun eigna reiknast 91,7 mkr. Hagnaður fyrir skatta er því 3,4 mkr. og eftir reiknaða skatta er hagnaður 0,2 mkr.