Næsta mánudag mun Breiðafjarðaferjan Baldur leysa Herjólf af hólmi í siglingum milli lands og Eyja en Herjólfur er á leið í slipp þar sem meðal annars á að laga annan af tveimur veltiuggum skipsins sem skemmdist fyrir tæpu ári síðan. Baldur siglir í Breiðafirði, milli Stykkishólms og Brjánslækjar með viðkomu í Flatey. Skipið er 1370 brúttótonn, 63 metra langt og 12 metra breitt. Á ferðum sínum yfir Breiðafjörðinn hefur Baldur leyfi til að flytja 300 farþega og um 40 bíla.