Þau Gréta Grétarsdóttir og Heið­ar Hinriksson, sem eiga verslun­ina Eyjavík, hafa nú flutt sig um set. Um nokkurt skeið hefur versl­unin verið við Vestmanna­brautina, í gömlu skóbúðinni, gegnt gamla apótekinu. En um síðustu mánaðamót fluttu þau verslunina að Skólavegi 13, þar sem margar verslanir hafa verið gegnum tíðina, síðast Ullarblóm. Gréta segir að þetta sé betra húsnæði, ívið stærra en hitt.