„Þetta er allt á réttri leið. Ég get ekki byrjað að hlaupa alveg strax en ég stefni á að byrja að spila síðar í þessum mánuði. Síðustu dagana hef ég synt eins og skepna. Mér var ráðlagt að gera það og það er aldrei að vita nema maður keppi í sundi á Ólympíuleikunum í London 2012. Það er stefnan,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Hermann Hreiðarsson í samtali við Morgunblaðið.