Dagana 11. og 12.september verða kapparnir á Lundanum með dúndrandi sveitaballastemningu. Söngvari hljómsveitarinnar er enginn annar en Alexander Aron úr IDOL Stjörnuleitinni 2006 þar sem hann gerði garðinn frægan með söng sínum og líflegri sviðsframkomu. Það verður klárlega enginn svikinn af því að mæta á ball með ÍMYND og dansþyrstir Eyjamenn og -konur fá klárlega sínum þörfum fullnægt.