Eyjamenn riðu ekki feitum hesti frá viðureignum sínum gegn FH í sumar en FH-ingar höfðu betur í tveimur leikjum í deild og einum leik í bikarkeppninni. Í dag steinlágu Eyjamenn í Kaplakrika, lokatölur urðu 5:0 fyrir FH en sigurinn var allt of stór miðað við gang leiksins.