Tveir ökumenn voru teknir fyrir hraðakstur í Vestmannaeyjum í morgun. Það er óvenjulegt að tveir séu stöðvaðir þar fyrir slíkt athæfi með jafn skömmu millibili, að sögn lögreglu. Annar ók 51 km yfir leyfilegum hraða og var á 101 km hraða og hinn fór 37 km of hratt.