Viðar Örn Kjartansson, framherji ÍBV, meiddist illa í tapinu gegn FH í gær og möguleiki er á að hann sé með slitið krossband. Viðar meiddist á hné og var borinn af leikvelli eftir samstuð við Gunnar Sigurðsson undir lok fyrri hálfleiks í gær.