Fjölmargir taka þátt í árlegri björgunaraðgerð í Vestmannaeyjum þessa dagana þegar bjarglausum pysjum bæjarins er bjargað af götum bæjarins. Nokkrir aðkomumenn fá að taka þátt í aðerðunum en líklega hefur enginn komið eins langt að og stelpurnar tvær frá Taiwan, sem slepptu lundapysju í gær.