Eyjapeyjar í öðru sæti

Sveit Grunnskóla Vestmannaeyja náði þeim stórgóða árangri að enda í 2. til 3. sæti á Norðurlandamóti barnaskólasveita í skák en mótið fór fram í Eyjum um helgina. Sveit Eyjamanna var lengst af í öðru sæti en á síðustu metrunum skutust Svíar upp að hlið þeirra og urðu sveitirnar hnífjafnar. Sveit Noregs varð hins vegar Norðulandameistari […]

Einn fékk gistingu hjá lögreglu í nótt

Einn gisti fangageymslur lögreglunnar í Vestmannaeyjum í nótt. Að sögn lögreglu var hún kölluð út vegna slagsmála. Einn veitti mótþróa við handtöku og fékk hann að sofa úr sér í fangageymslu en verður svo yfirheyrður í dag. (meira…)

Kristín Erna skoraði fyrir U-19

Kristín Erna Sigurlásdóttir skoraði síðara mark Íslands í 2:0 sigri á Portúgal með U-19 ára landsliði Íslands. Riðillinn er einmitt leikinn í Portúgal en þetta var fyrsti leikur íslenska liðsins. Markið kom á 82. mínútu en Þórhildur Stefánsdóttir, leikmaður HK/Víkings hafði komið Íslandi yfir á 66. mínútu. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.