Georg Eiður Arnarson, er einn duglegustu bloggurunum í Eyjum og fjallar oft um athyglisverð mál og talar tæpitungulaust þegar svo ber við. Í nýjasta bloggi sínu rekur hann stutt minningarbrot frá störfum sínum hjá Lifrarsamlagi Vestmannaeyja á árum áður. Þá skammar hann Fréttir eins og hann gerir stundum og segir að Frjálslyndir stefni á framboð við næstu bæjarstjórnarkosningar, einir eða með öðrum.