Tryggvi Guðmundsson, nú leikmaður ÍBV, stefnir að því að bæta markamet Inga Björns Albertssonar en Ingi Björn er markahæsti leikmaður Íslandsmótsins frá upphafi. Tryggva vantar 19 mörk í að ná metinu en hann segir í viðtali við Fótbolta.net að ef hann nái ekki þessum 19 mörkum á þremur árum, þá yrði hann afar ósáttur við sjálfan sig. Viðtalið má lesa hér að neðan.