„Reynið þið að ná saman, við þurfum að vinna hérna. Hættið þessu bulli“ sagði starfsmaður vélsmiðju í Hafnarfirði í fréttum Skjás 1 og mbl.is sl. þriðjudagskvöld. Stöðugleikasáttmálinn í járnum og skilaboðin frá starfsmanninum mjög skýr. Hann veit sem er að þegar tveir (eða í þessu tilfelli þrír) deila þurfa allir að gefa eitthvað eftir til að ná niðurstöðu.