Bæði karla og kvennalið Þróttar og ÍBV mættust í æfingaleikjum á gervigrasinu á Laugardal um helgina. ÍBV sigraði 5-4 í karlaflokki þar sem að Anton Bjarnason og Eyþór Helgi Birgisson skoruðu báðir tvívegis auk þess sem að Tryggvi Guðmundsson skoraði í sínum fyrsta leik með Eyjamönnum síðan hann kom aftur til félagsins frá FH.