Oftar en ekki eru umræðuefnin í mælsku- og rökræðukeppninni Morfís umdeild og jafnvel þannig að ekki verður tekin afstaða með eða á móti, þótt keppendur liðanna þurfi að gera það. Á laugardaginn mætast lið Menntaskólans á Ísafirði og Hraðbraut í Reykjavík og umræðuefnið er: „Það á að gera Vestmannaeyjar að fanganýlendu“.