Það verður nóg um að vera í Safna­húsi í desember. Byggðasafnið ósk­ar eftir jólamyndum frá fólki og aðventusýning verður sett upp í anddyri hússins. Samhliða sýnir Skjala­safnið gömul jólakort og Bóka­safnið setur upp jólabækur. Jóhanna Ýr Jónsdóttir, forstöðumaður Byggðasafnsins, ætlar að setja upp stofu með gömlu jóla­skrauti í anddyrinu og safnið stend­ur fyrir því að lesnar verða jólasögur fyrir börnin.