Fækka á ferðum Herjólfs á nýju ári en þetta staðfesti Auður Eyvind, forstöðumaður hagdeildar hjá Vegagerðinni. „Þetta er auðvitað hluti af óhjákvæmilegum aðgerðum við niðurskurð en búið er að ákveða að fækka ferðum skipsins um tvær ferðir á viku á tímabilinu janúar og út apríl.“