Gunnar Heiðar Þorvaldsson og Ólafur Garðarsson, umboðsmaður hans, héldu í gær til Englands þar sem Gunnar Heiðar mun gangast undir læknisskoðun hjá enska B-deildarfélaginu Reading í dag. Ef allt gengur að óskum mun Gunnar Heiðar væntanlega skrifa undir samning við Reading en danska úrvalsdeildarfélagið Esbjerg hefur samþykkt að lána Gunnar Heiðar út þessa leiktíð.