�?tlar að hlaupa 100 km

Sæbjörg Logadóttir, ætlar að hlaupa 100 km á hlaupabretti á Hressó á mánudaginn. Sæbjörg ætlar að byrja að hlaupa klukkan átta um morguninn og ætlar sér tíu klukkutíma í hlaupið. Sæbjörg hefur náð athyglis­verðum árangri í Reykja­víkur­maraþoninu þar sem hún hefur verið meðal hinna fremstu. Ekki er Fréttum kunnugt um að íslenskar konur hafi hlaupið 100 km en þó svo sé verður Sæbjörg meðal örfárra sem náð hafa þess­um árangri ljúki hún hlaupinu á mánudag­inn.
Jóla smörrebrod

Mest lesið