Við reglubundið eftirlit með komu Herjólfs í gærkvöldi hafði lögreglan afskipti af ökumanni bifreiðar og farþega hennar vegna gruns um fíkniefnamisferli. Bifreiðin var færð á lögreglustöðina þar sem eigandi hennar sem jafnframt var ökumaður hennar samþykkti leit í henni. Þegar fíkniefnahundurinn Luna var að leita í bifreiðinni tók ökumaður bifreiðarinnar til fótanna og hljóp frá lögreglustöðinni. Lögreglumenn veittu honum eftirför og fengu meðal annars aðstoð frá ökumanni bifreiðar sem átti þar leið hjá.