Gunnar Heiðar Þorvaldsson bíður enn eftir því að fá leikheimild með enska 1. deildarliðinu Reading að því er fram kemur í enska blaðinu Reading Post en Gunnar gekk í raðir Íslendingaliðsins nú um áramótin þar sem hann verður í láni frá danska liðinu Esbjerg út leiktíðina. Reading tekur á móti Newcastle í deildinni á sunnudaginn svo leikheimildin þarf að berast á næstu tveimur dögum ætli Eyjamaðurinn að vera með í þeim leik.