Um áratugaskeið hafa ungir Sjálfstæðismenn í Vestmannaeyjum staðið fyrir Grímudansleik fyrir ungu kynslóðina á Þréttándanum í Eyjum. Hin síðari ár hafa aldrei jafn margir tekið þátt og nú en rúmlega 500 börn mættu í allskonar gervum á grímudansleikinn í Höllinni. Sigurvegari varð Mía Rán Guðmundsdóttir sem var Sæhestur. Óskar Pétur Friðriksson var á staðnum og má sjá fjölmargar myndir frá honum hér að neðan.