Gunnar Heiðar Þorvaldsson er kominn með leikheimild með enska 1. deildarliðinu Reading og mun að öllum líkindum spila sinn fyrsta leik fyrir félagið gegn Nottingham Forest á laugardaginn. Hins vegar er ljóst að hann leikur ekki með liðinu gegn Liverpool á Anfield í ensku bikarkeppninni annað kvöld þar sem hann var ekki kominn með leikheimild í fyrri leik liðanna.