Nú rétt í þessu var verið að tilkynna um val á Íþróttamanni ársins 2009 í Vestmannaeyjum. Fyrir valinu varð knattspyrnukonan Þórhildur Ólafsdóttir en Þórhildur hefur staðið fremst meðal jafningja í ungu og afar efnilegu liði ÍBV. Auk þess var tilkynnt við afhendinguna að undir kvöldmat hafi ÍBV borist tilkynning þess efnis að Þórhildur hafi verið valin í æfingahóp íslenska A-landsliðsins í knattspyrnu. Tvöfallt gleðiefni fyrir Þórhildi, sem vissi ekki um valið í landsliðshópinn fyrr en við afhendinguna. Auk þess var Sigríður Lára Garðarsdóttir valin Íþróttamaður æskunnar 2009 en Sigríður þykir mikið efni í handbolta, fótbolta og golfi.