Fyrnum fyrningarleiðina! er yfirskrift baráttufundar sem boðað er til í Vestmannaeyjum annað kvöld, 21. janúar, gegn fyrningarleið í sjávarútvegi, útflutningsálagi á ísfiski, afnámi sjómannaafsláttar og aðför að landsbyggðinni. Stór hluti flota Eyjamanna siglir í land á morgun til að sjómennirnir geti tekið þátt í fundinum og sýnt stjórnvöldum hug sinn í verki.