Í kvöld leikur ÍBV afar mikilvægan leik í 1. deild karla í handbolta þegar liðið sækir Selfyssinga heim. Leikurinn hefst klukkan 19.30 en leikurinn verður í beinni útsendingu á vefnum SportTV.is og hefst útsending tíu mínútum fyrir leik. Sigurður Bragason, fyrirliði ÍBV segir að Eyjamenn ætli að gefa allt í leikinn enda er möguleiki að jafna Selfoss að stigum í kvöld.