Enn er hægt að nálgast laus sæti í beint flug milli Vestmannaeyja og Akureyrar en boðið verður upp á flugið helgina 12. til 14. febrúar næstkomandi. Farið kostar 18.130 krónur fram og til baka með sköttum. Akureyri hefur margt upp á að bjóða, skíði, leikhús þar sem Leikfélag Akureyrar sýnir 39 þrep og á Akureyri má finna nokkra af bestu veitingastöðum landsins. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Flugfélagi Íslands hér að neðan.