Nokkuð harður árekstur varð í morgun á gatnamótum Illugagötu og Kirkjuvegar. Áreksturinn varð með þeim hætti að fólksbíll, sem var að beygja yfir gatnamótin til austurs, var ekið í veg fyrir jeppa sem var að fara yfir gatnamótin, niður Illugagötuna. Fólksbíllinn skemmdist nokkuð og var óökufær á eftir en engin slys urðu á fólki.